Velkomin 🐕 🐈 🐼 🐺 🦄 🐹 🦒 🐰 🐭 🐲 🐈‍⬛ 🐇 vinir

Líklega heimsins fljótlegasta einfaldasta skilvirkasta hagkvæmasta besta hárrúllan!*​

*Að okkar mati 😀

Eru hár út um allt og hreingerningin í uppnámi?

Með hárrúllunni hefur aldrei verið einfaldara að ná hárum af t.d. sófanum þínum. Engin hleðsla eða annar biðtími, bara tæma í rusli og rúllan er tilbúin fyrir næstu notkun.

Töffaralegir ferfætlingar 🐕🐈

Væri ekki gaman að dressa uppáhalds fjórfætlinginn? Og styrkja gott málefni í leiðinni? Handunnin íslensk vara. 

Hér má finna alls konar bindi, þverslaufur en einna helst skemmtilega klúta (bandana).
Sumir klútanna eru „tvöfaldir” (hægt að snúa við og fá annað munstur) og því eiginlega tveir fyrir einn!
Þessi klæði (klútar, þverslaufur, bindi) eru úr endurnýttu efni, að sjálfsögðu allt þvegið og margstraujað í ferlinu.

Endurnýtt hráefni og styrkir gott málefni!

Þarna má finna fyrrum skyrtur, dúka, púðaver, gardínur og m.a.s. gömlu munnþurrkur langömmu sem enginn hafði tímt að nota og því í frábæru standi og vel hægt að nýta. (Við tökum fram í lýsingunni „Frá langömmu”.)

Þetta er allt handunnið af okkur fjölskyldunni.

Við erum að þróa fleiri vörur, meira fyrir ketti, jafnvel leikföng og hundapokageymir sem smellist á handfang ólarinnar. 

Allur ágóði af sölu klæðanna rennur til Dýrfinnu/Hundasveitarinnar og Kattholts.

Sendum um allt land
Öruggar greiðslur með Korta eða Netgíró

Fá upplýsingar um tilboð og nýjar vörur